Gjaldskrá

Gjaldskrá MG Fasteigna

Um sölu fasteigna fer skv. lögum nr. 70/2015.

Almennt um þóknun

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu MG Fasteigna ehf og gildir nema um annað hafi verið samið.

Söluþóknun er umsemjanleg og byggir á verðmati eignarinnar svo sem seljanleika, markaðssvæði og þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast hverju verki.

 

Söluþóknun innifelur verðmat fasteignarinnar, gerð söluyfirlits, kauptilboðs, kaupsamnings, kostnaðaruppgjörs og afsals. Fyrir auglýsingar og skjalaöflun, sjá nánar hér að.

 

Fjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts nema annað sé tekið fram.

Virðisaukaskattur er 24.0%.

 

Kaup og sala

Sala fasteigna í einkasölu er 1,5% af söluverði eignar auk vsk., þó að lágmarki kr. 450.000 auk vsk.

Sala fasteigna í almennri sölu er 2,0 % af söluverði eignar auk vsk., þó að lágmarki kr. 450.000,- auk vsk.

Sala sumarhúsa 2,5% af söluverði auk vsk.

Aðstoð og skjalafrágangur við kaup og sölu fasteigna er kr. 310.000 auk vsk.

Skoðun og verðmat fasteignar

Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði sé fasteign ekki sett í sölu reiknast þóknun kr. 28.000 með vsk.

Skriflegt verðmat á rað- par- og einbýlishúsum er kr. 38.000 með vsk.

Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er samkvæmt samningi milli aðila.

 

Þóknun fyrir útleigu fasteigna

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk vsk.

 

Ýmis ákvæði

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 59.500 þar með talinn vsk., fyrir þjónustu fasteignasölunnar.

Gjaldið er vegna ráðgjafar, aðstoð við kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamnings, afsals svo og umsjón með þinglýsingu skjala og fleira.

 

Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 55.500 þar með talinn vsk., vegna öflunar gagna um eignina, svo sem vegna veðbandayfirlita, ljósrita teikninga og ýmissa skjala.

 

Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga greiðist samkvæmt samkomulagi hverju sinni.

Kostnaður við myndatöku fagljósmyndara er kr. 15.000 þar með talinn vsk.

 

MG Fasteignir – MG Lögmenn ehf., kt. 610116-1830. Vsk. nr. 122846.

Ábyrgðarmaður: Margrét Guðjónsdóttir lögmaður og löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali.

Gildir frá 01.10.2022